Síðasti séns
ráðstefnu
verkefni
verkefnið
Í þessu verkefni sem kallaðist ráðstefnuverkefni áttum við að búa til samtök sem að væru að halda ráðstefnu í Hörpu. Þetta var umfangsmikið verkefni þar sem að við þurftum að byrja á að stofna fyrirtæki/samtök og móta stefnu þess. Þá þurftum við að búa til lógó og gera fjöldann allan af gögnum s.s. dagskrá, app, matseðill og fleira.
Síðasti séns eru non profit samtök sem beita sé gegn matarsóun á íslenskri grundu. Samtökin ætla að halda stofnfund í Hörpu fyrsta til annan desember á þessu ári.
Hugmyndin að samtökunum spratt upp hjá Halldóru Jónsdóttur þjóðfélagsfræðinema í Háskóla Íslands en hún hefur lengi átt þann draum að geta tekið virkan þátt í minnkun matarsóun sem er eitt stærsta umhverfisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg er matvælum fyrir meira en 4.5 milljarða hent árlega af reykvískum heimilum. Þetta samsvarar um 5.800 tonn af mat á ársgrundvelli. Þetta er hins vegar dropi í hafið miðað við matvöruverslanir og stórmarkaði en talið er að ár hvert sé matvörum hent þar fyrir um 100 milljarða króna og mörg hundruð tonnum.
Hugmyndin á bak við Síðasta Séns er að ganga í samstarf við helstu matvörukeðjur landsins, umhverfisstofnun og neytendasamtökin og koma á laggirnar matarmarkað. Stað þar sem að fólk getur komið hvort sem það glímir við fjárhagserfiðleika eða ekki og fengið þar matvörur sem eru á síðasta söludegi svo koma megi í veg fyrir frekari matarsóun. Markaðurinn yrði miðsvæðis í Reykjavík og settur upp í svipuðum stíl og Hlemmur Mathöll. Opið rými þar sem fólk getur hist, spjallað og fengið vörur sem upp á vantar. Hægt væri að gera þetta að félagskjarna í leiðinni þar sem fólk gæti setið, spjallað um daginn og veginn og jafnvel fengið sér kaffi.
Allt þetta yrði sjálfboðastarf þar sem samtökin eru fyrst og fremst að beita sér fyrir umhverfisvánni en ekki til þess að skapa skjótan gróða. Síðasti Séns er augljóslega staður sem á að vera löngu búið að opna og gæti verið í framsætinu þegar kemur að minnkun á matarsóun hérlendis.