RAM
TÆKNI
VERSLUN
Aðeins um verkefnið
Í lokaverkefninu á síðustu önn var okkur falið að stofna fyrirtæki. Við fengum að velja á milli sportvöruverslunar, jólaverslunar eða tækniverslunar og áttum í kjölfarið að hanna og búa til auglýsingaherferð og kynningarefni fyrir viðskiptavini þar sem að við kynntum stefnu fyrirtækisins, hver markhópurinn væri og kostnaðaráætlun. Verkefnið er því fjölbreytt þar sem farið er yfir allt frá hönnun yfir í verðútreikninga herferðarinnar.
Ný verslun í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Verslunin var opnuð haustið 2019 og sérhæfir sig að veita tæknilega þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt því að selja ýmsar tölvu- og tæknitengdar vörur. Okkur hjá RAM fannst vera skortur á verslun sem gæti bæði veitt faglega þjónustu þegar kom að framleiðslu á efni eins og auglýsingum fyrir aðrar verslanir eða aðstoð við tæknilega útfærslu en á sama tíma geta boðið upp á tæknitengdar vörur til sölu.